Newsflash

Neyðarvistun Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Neyðarvistun



• Barnaverndarnefnd eða lögregla (í samráði við barnaverndarnefnd) geta vistað ungling á lokaðri deild 

• Barnaverndarnefnd getur tekið ákvörðun um slíka vistun þó ekki liggi fyrir samþykki forsjáraðila eða barnsins eða þess sjálfs

• Vistun skal vara eins fáa daga og unnt er og að hámarki 14 daga 

• Stuðlar sinna gæslu og umönnun á meðan unnið er að frekari úrræðum 

• Rými er fyrir fimm einstaklinga í jafn mörgum eins manns herbergjum 

Staður til að stöðva skaðlega hegðun 
Barnaverndarnefndir eða lögregla í samráði við barnaverndarnefnd geta vistað ungling á lokaðri deild vegna óupplýstra afbrota, ofbeldis eða stjórnleysis vegna neyslu. Markmið með vistun er að starfsfólk barnaverndarnefnda hafi svigrúm til að greiða úr málum unglings og forsjáraðila. Starfsmenn lokaðrar deildar sinna umönnun unglings og aðstoða vistunaraðila og foreldra við að meta stöðuna. 
Forstöðumenn langtímameðferðarheimila geta vistað ungling á lokaðri deild eftir brotthlaup eða alvarlega ofbeldishegðun í þeim tilgangi að endurskoða meðferðaráætlun, enda sé stefnt að því að skjólstæðingur fari aftur á meðferðarheimilið. Ef unglingur á meðferðardeild ógnar eða truflar alvarlega meðferð annarra unglinga getur þurft að færa hann á lokaða deild. Við slíka ráðstöfun fylgja starfsmenn Stuðla ætíð verklagsreglum sem settar eru af forstöðumanni Stuðla í samráði við Barnaverndarstofu. 

Aukin þörf fyrir neyðarþjónustu og meðferð 
Á lokaðri deild er ekki gert ráð fyrir greiningu og meðferð líkt og á meðferðardeild Stuðla. Markmið er öðru fremur að stöðva skaðlega eða hættulega hegðun og auka jafnvægi unglings með því að veita honum húsaskjól, fæði, afþreyingu og samneyti við fullorðna. Vistun á lokaðri deild hefur í för með sér að barn býr við einangrun. Því er lögð áhersla á að því líði eins vel og kostur er við þær aðstæður að dvelja á lokaðri deild. Mikilvægt er að líta svo á að lokuð deild er ekki refsiúrræði heldur íhlutun til að stöðva óæskilega, skaðlega og stundum lífshættulega hegðun. Þar er hvorki aðstaða til afeitrunar né aðstaða fyrir sjúka einstaklinga. 

Deildarstjóri er Böðvar Björnsson. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Fossaleyni 17, 112 Reykjavík. Sími: 530 8800 – Bréfsími: 530 8801
Höfundarréttur © 2012 Stuðlar. Öll réttindi áskilin.