Newsflash

Meðferðardeild
Meðferðardeild og Eftirmeðferð Stuðla Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

Meðferðardeild 


Að baki hegðunarvanda unglinga sem koma til meðferðar liggja margþættar ástæður, svo sem erfiðleikar í þroska, langvinnir erfiðleikar í skóla, áföll í lífi barns, misnotkun vímuefna eða geðraskanir eins og þunglyndi og kvíði. Miðað er við að meðferðartími sé um 8-10 vikur. Á þeim tíma fer fram greining á vanda unglings samhliða skipulögðu meðferðarstarfi og gerðar ráðstafanir og áætlanir í samráði við forsjáraðila og barnavernd.

Á meðferðardeild er rými fyrir 6 unglinga í senn. Í meðferðinni er stuðst við reglubundna dagskrá, fræðslu og atferlismótandi þrepa- og hlunnindakerfi (Token Economy). Að öðru leiti er meðferðin löguð að þörfum hvers og eins þar sem unnið er markvisst með einstaklingsbundin markmið. Greining og meðferð haldast í hendur í einstaklings- og fjölskylduviðtölum, sálfræðiathugunum og úrvinnslu upplýsinga. Unnið er með aðferðir unglings í samskiptum, líðan og viðhorf til eigin stöðu og bjargráð í fjölskyldu. Einnig er markviss þjálfun í félagsfærni, sjálfsstjórn og hæfni til að nýta og auka styrkleika (ART-þjálfun). Unnið er unnið með vímuefnavanda og tilfinningaþætti s.s kvíða og þunglyndi. Daglega er farið í útivistir, tómstundir og íþróttir. Skólanám á Stuðlum er á vegum Brúarskóla. Kennari er Kristján Sigurðsson.

Deildarstjóri er Gretar Hostert Halldórsson. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.


 

Eftirmeðferð 


Eftirfylgd er í samvinnu við meðferðardeild. Gert er ráð fyrir að eftirfylgdin geti varað allt að 6 mánuði. Starfsmenn eftirfylgdar og ráðgjafar Stuðla hafa reglulegt eftirlit með vímuefnaneyslu unglinga, líðan þeirra og þeim hjálpað að halda sig við heimferðaráætlanir. Unglingum er veittur stuðningur til að takast á við helstu verkefni sem bíða þeirra eftir útskrift og reynt að halda við þeim árangri sem náðst hefur. Lögð er áhersla á samvinnu við skóla og vinnustaði unglinga og að viðhaldsvinnu til að draga úr áhættuþáttum. Dagskrárstjóri er Sigurður Garðar Flosason. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Vinna til að draga úr áhættuþáttum:

 

Aðstoð með viðhorf,líðan og að draga úr áhættuhegðun

Aðstoð við að takast á við vímuefnaneyslu (Áhugahvetjandi Samtal, HAM, Skaðaminnkun)

Félagsskapur - stuðla að samneyti við jákvæðan og styðjandi félagsskap

ART (Junior ART/einstaklings ART/fjölskyldu ART)

Fjölskyldumeðferð/Foreldraþjálfun

Samvinna við Barnaverndanefndir

Símastuðningur við ungling og foreldra 

Viðtöl hjá sálfræðingi

Aðstoð við ástundun skóla/atvinnu (IPS-aðferðafræði)

 

Stuðlar 2015

 

 
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Fossaleyni 17, 112 Reykjavík. Sími: 530 8800 – Bréfsími: 530 8801
Höfundarréttur © 2012 Stuðlar. Öll réttindi áskilin.