Newsflash

Um Stuðla Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Meðferðarstöðin Stuðlar hefur verið starfrækt síðan í september 1996. 
Stuðlar starfa á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002, en þar segir í 79. gr: Heimili og stofnanir sem ríkið skal sjá um að séu tiltæk.
Félagsmálaráðuneytið ber ábyrgð á að tiltæk séu heimili og stofnanir til að:
a. veita börnum móttöku í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota eða alvarlegra hegðunarerfiðleika,
b. greina vanda barna sem talin eru þurfa sérhæfða meðferð,
Image

c. veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota.
Meðferð með áherslu á styrkleika og lausnir.
Á Stuðlum er Meðferðardeild, Neyðarvistun og Eftirmeðferð Nánari upplýsingar má sjá hér í dálki um Meðferðardeild og Neyðarvistun

Barnaverndarnefndir eða lögregla (í samráði við barnaverndarnefnd) geta vistað ungling á Neyðarvistun í neyðartilvikum. Vistunin skal vara í eins skamman tíma og unnt er (hámark 14 daga) meðan starfsmenn barnaverndarnefndar undirbúa frekari úrræði.
 
Grunnupplýsingar:
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, Stuðlar
Fossaleyni 17
Póstfang: 112 Reykjavík
Sími: 530 8800 - Bréfsími 530 8801 
Forstöðumaður: Funi Sigurðsson 
 
Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Fossaleyni 17, 112 Reykjavík. Sími: 530 8800 – Bréfsími: 530 8801
Höfundarréttur © 2012 Stuðlar. Öll réttindi áskilin.